Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. nóvember 2021 08:23
Elvar Geir Magnússon
Draumaár Argentínu - Komnir með HM sæti
Önnur þjóðin í Suður-Ameríku til að tryggja sér farseðil til Katar
Angel Di Maria í baráttu um boltann við þá Fred og Alex Sandro. Argentína og Brasilía verða á HM í Katar.
Angel Di Maria í baráttu um boltann við þá Fred og Alex Sandro. Argentína og Brasilía verða á HM í Katar.
Mynd: EPA
Tveir góðir. Lautaro Martínez og Lionel Messi.
Tveir góðir. Lautaro Martínez og Lionel Messi.
Mynd: EPA
Argentína hefur innsiglað sæti sitt á HM en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Brasilíu. Það eru einmitt þessi tvö lið frá Suður-Ameríku sem hafa tryggt þátttökurétt sinn á HM í Katar 2022.

Þetta hefur verið gott ár fyrir argentínska landsliðið sem vann Copa America í sumar og tryggir sér nú HM sæti. Argentína er ósigrað í síðustu 27 leikjum, í tvö ár.

Lionel Messi var nálægt því að skora sigurmark gegn Brasilíu en Alisson, markvörður Liverpool, varði frá honum í lok leiksins. Hjá Brasilíu komst Fred, miðjumaður Manchester United, næst því að skora í leiknum en skot hans fór í markrammann.

„Að vinna Copa America og tryggja sér svo HM sæti án þess að tapa leik. Þetta ár hefur verið einn draumur," segir Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu.

Brasilía og Argentína eru því komin með HM farseðilinn en það eru einu ósigruðu liðin í undankeppninni í Suður-Ameríku. Það eru tvö önnur sæti sem gefa beinan þátttökurétt á HM.

Ekvador er í þriðja sæti og í sterkri stöðu, sex stigum á undan Kólumbíu og Perú þegar fjórar umferðir eru eftir. Ekvador vann Síle 2-0 í nótt.

Baráttan um fjórða og síðasta sætið verður ansi hörð. Kólumbía gerði 0-0 jafntefli gegn Paragvæ, Perú fór upp í fimmta sæti með 2-1 sigri gegn Venesúela og Bólivía vann áhugaverðan 3-0 sigur gegn Úrúgvæ.

Næstu tvær umferðir í undankeppni HM í Suður-Ameríku verða spilaðar í janúar og febrúar. Fjögur efstu liðin fara á HM en liðið í fimmta sæti í umspil.

Staðan
1. Brasilía 13 leikir - 35 stig (HM SÆTI TRYGGT)
2. Argentína 13 - 29 stig (HM SÆTI TRYGGT)
3. Ekvador14 - 23 stig (í HM sæti)
4. Kólumbía 14 - 17 stig (í HM sæti)
5. Perú 14 - 17 stig (í umspilssæti)
6. Síle 14 - 16 stig
7. Úrúgvæ 14 - 16 stig
8. Bólivía 14 - 15 stig
9. Paragvæ 14 - 13 stig
10. Venesúeal 14 - 7 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner