Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. nóvember 2021 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Ekki útilokað að Iniesta og Messi snúi aftur á Nou Camp
Andrés Iniesta og Lionel Messi
Andrés Iniesta og Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona, vildi ekki útiloka endurkomu Andrés Iniesta og Lionel Messi til félagsins í framtíðinni en hann ræddi það er Dani Alves var kynntur í dag.

Alves, sem er 38 ára gamall, gerði samning við Barcelona út tímabilið en hann lék með liðinu frá 2008 til 2016 og snéri nú aftur fimm árum síðar.

Laporta var spurður út það hvort fleiri leikmenn gætu snúið aftur til félagsins og var þá sérstaklega talað um Iniesta, sem spilar með Vissel Kobe í Japan og þá Lionel Messi, sem yfirgaf Barcelona í sumar og gekk til liðs við Paris Saint-Germain.

Iniesta fór frá Barcelona fyrir þremur árum og verður 38 ára gamall í maí.

„Ég mun aldrei útiloka neitt. Þetta gerðist með Dani og sýnir að aldur er bara tala. Þeir báðir eru frábærir leikmenn," sagði Laporta.

„Ég get ekki spáð fyrir um hvað gerist á morgun. Þeir eru enn að spila og eru samningsbundnir öðrum félögum en maður veit aldrei hvað gerist í lífinu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner