mið 17. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giovinco á leið aftur til Toronto fyrst Insigne kemur ekki
Giovinco í leik með Toronto.
Giovinco í leik með Toronto.
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn er mögulega á leið aftur til Toronto þar sem hann er dáður og dýrkaður.

Giovinco, sem er 34 ára, er félagslaus eftir að hafa yfirgefið herbúðir Al-Hilal í Sádí-Arabíu.

Hann var leikmaður Toronto frá 2015 til 2019 og var algjörlega frábær fyrir félagið á þeim tíma. Hann var meðal annars valinn mikilvægasti leikmaður MLS-deildarinnar í eitt skipti.

Samkvæmt ítalska fjölmiðlamanninum Nicolò Schira þá eru Giovinco og umboðsmaður hans í viðræðum við Toronto.

Sky Sport Italia greindi frá því að Toronto hefði gert stórt tilboð í Lorenzo Insigne, leikmann Napoli, en hann væri ekki tilbúinn að fara í MLS-deildina á þessum tímapunkti. Toronto ætlar því að sækja Giovinco aftur.
Athugasemdir
banner
banner