Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 17. nóvember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool og Man City horfa til sama leikmannsins
Hwang Hee-chan.
Hwang Hee-chan.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester City, tvö af sterkustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar og tvö af sterkustu liðum heims, eru að horfa til framherjans Hwang Hee-chan.

Þetta kemur fram hjá breska götublaðinu Mirror.

Hwang er núna á láni hjá Úlfunum og hefur hann vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Hann er búinn að skora fjögur mörk í átta úrvalsdeildarleikjum.

Úlfarnir eru með hann á láni frá RB Leipzig og eiga möguleika á því að kaupa hann í janúarglugganum. Talið er að upphæðin sem Wolves þarf að borga sé um 14 milljónir punda.

Liverpool og Man City eru bæði að fylgjast með honum og því þarf Wolves að hafa hraðar hendur í þessum málum.
Athugasemdir
banner
banner