Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. nóvember 2021 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Frækinn sigur Bayern á Lyon
Glódís Perla spilaði síðustu níu mínúturnar
Glódís Perla spilaði síðustu níu mínúturnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska liðið Bayern München vann franska stórliðið Lyon, 1-0, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þetta var risasigur fyrir þýska liðið og baráttuna í riðlinum.

Japanska landsliðskonan Saki Kumagai gerði eina mark Bayern þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Þetta kemur Bayern í ágætis stöðu en liðið er nú með 7 stig í öðru sæti, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Lyon.

Glódís Perla Viggósdóttir kom inná þegar níu mínútur voru eftir og tókst að hjálpa liðinu í að landa sigrinum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á bekknum.

Arsenal vann þá HB Koge frá Danmörku, 3-0 og er í öðru sæti C-riðils með 9 stig, þremur stigum á eftir Barcelona.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Arsenal 3 - 0 HB Koge
1-0 Caitlin Foord ('15 )
2-0 Lotte-Wubben Moy ('83 )
3-0 Vivianne Miedema ('88 )

D-riðill:

Bayern München 1 - 0 Lyon
1-0 Saki Kumagai ('69 )
Athugasemdir
banner
banner
banner