Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. nóvember 2021 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Öruggt hjá Barcelona - Cloé skoraði fyrir Benfica
Barcelona er í toppmálum
Barcelona er í toppmálum
Mynd: EPA
Diljá Ýr Zomers spilaði um það bil hálftíma gegn Benfica
Diljá Ýr Zomers spilaði um það bil hálftíma gegn Benfica
Mynd: BK Häcken
Spænska liðið Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 5-0 sigur á Hoffenheim í kvöld en liðið er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

Barcelona er langbesta lið Evrópu í dag en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar til þessa og er ríkjandi Evrópumeistari.

Í kvöld tryggði liðið sig í 8-liða úrslitin með 5-0 sigri á Hoffenheim þar sem Alexia Putellas, Irene Paredes, Aitana Bonmati, Mariona Caldentey og Ana-Maria Crnogorčević gerðu mörkin.

Benfica lagði þá sænska liðið BK Häcken að velli, 2-1. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, kom Benfica yfir á 3. mínútu áður en Elin Rubensson jafnaði úr víti í þeim síðari. Catarina Amado skoraði svo sigurmarkið undir lok leiks fyrir Benfica.

Þetta var mikilvægt sigurmark en Benfica er nú með jafnmörg stig og Bayern München sem er í öðru sæti D-riðils. Diljá Ýr Zomers kom inná sem varamaður hjá Häcken á 64. mínútu leiksins.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Hoffenheim 0 - 5 Barcelona
0-1 Alexia Putellas ('41, víti )
0-2 Irene Paredes ('54 )
0-3 Aitana Bonmati ('58 )
0-4 Mariona Caldentey ('89 )
0-5 Ana-Maria Crnogorčević ('90 )

D-riðill:

BK Häcken 1 - 2 Benfica
0-1 Cloé Lacasse ('3 )
1-1 Elin Rubensson ('74, víti )
1-2 Catarina Amado ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner