Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. nóvember 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Neymar fór beint á barinn og fagnaði alla helgina - Tilkynntur meiddur
Neymar dansaði með kúrekahatt.
Neymar dansaði með kúrekahatt.
Mynd: EPA
Mynd: epa
Neymar var ekki með brasilíska landsliðinu sem gerði jafntefli við Argentínu í nótt, gefið var út að hann væri fjarverandi vegna meiðsla í læri.

Brasilískir fjölmiðlar efast um þessa skýringu en ekkert virtist ama að Neymar í 1-0 sigrinum gegn Kólumbíu fjórum dögum áður. Brasilía innsiglaði þá þátttökurétt sinn á HM í Katar.

Neymar var hrókur alls fagnaðar eftir leikinn og setti upp kúrekahatt þegar HM sætið var tryggt.

Globo segir að Neymar hafi djammað alla helgina á skemmtistaðnum Santo Cupido í Sao Paulo ásamt ýmsum frægum aðilum í Brasilíu.

Sjónvarpsmaðurinn Neto gagnrýnir Neymar harðlega en djammlíferni leikmannsins hefur verið talsvert í umræðunni. Neto telur að Neymar hefði vel getað spilað gegn Argentínu.

„Neymar hefði getað fengið rautt gegn Kólumbíu. Hann öskraði í andlit dómarans, reifst við Cuadrado, reifst við alla. Hann fékk gult en lék sér að eldinum og var heppinn að fá ekki rautt," segir Neto.

„Menn þurfa að sýna ábyrgð og það var leikur gegn Argentínu á þriðjudag. Hann fékk frí á laugardag og sunnudag og mætir á mánudegi og segist finna sársauka í lærinu? Hann hefði eftir leikinn gegn Kólumbíu átt að hvíla sig og slaka á."

„Hvað gerði Neymar? Hann fór beint á barinn þar sem allt fræga fólkið er. Hann dansaði með kúrakahatt eftir leikinn gegn Kólumbíu. Ef þú ert meiddur í læri þá dansar þú ekki svona."
Athugasemdir
banner
banner