mið 17. nóvember 2021 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Ósáttur við myndbirtingu fjölmiðla - „Sorglegt að sjá þetta árið 2021"
Edouard Mendy kallar eftir meiri standard í fjölmiðlum
Edouard Mendy kallar eftir meiri standard í fjölmiðlum
Mynd: EPA
Edouard Mendy, markvörður Chelsea á Englandi, birtir í dag færslu á Instagram þar sem hann kallar eftir því að fjölmiðlar vandi sig þegar það kemur að myndavali en ítrekað hafa fjölmiðlar ruglast á honum og Benjamin Mendy hjá Manchester City.

Benjamin Mendy var í dag ákærður fyrir sex nauðganir og kynferðisofbeldi í garð fjögurra stúlkna en brotin áttu sér stað árið 2020 og 2021.

Hann er í tímabundnu leyfi frá Manchester City þangað til niðurstaða fæst í málið en þessi mál eru að hafa neikvæð áhrif á leikmenn með sama eftirnafn.

Edouard, sem leikur í markinu hjá Chelsea, birti færslu á Instagram þar sem hann vísaði í nokkrar fréttir af máli Benjamin Mendy en þar má sjá myndir af bæði Edouard og Ferland Mendy, sem leikur fyrir Real Madrid.

„Sorglegt að sjá þetta árið 2021. Það virðist svipað á Englandi og í Frakklandi þar sem sumir hörundsdökkir eru ekki með fornafn eða ólík andlit. Þessi mistök á myndunum eru svolítið táknræn samt sem áður. Það er samt í alvörunni ekki svona erfitt að sjá muninn á andlitum og sérstaklega þegar treyjan er nú ágætis hjálp," sagði Edouard á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner