Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. nóvember 2021 09:03
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markið: Sjaldgæfur þrumufleygur Antonio
Mynd: EPA
Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, skoraði með þrumufleyg þegar Jamaíka gerði 1-1 jafntefli gegn Bandaríkjunum í undankeppni HM.

Antonio hefur verið funheitur með Hömrunum á tímabilinu, skorað sex mörk í tíu úrvalsdeildarleikjum.

En í nótt skoraði hann með skoti fyrir utan teig. Öll mörk hans í ensku úrvalsdeildinni hafa komið innan vítateigsins.

Fyrr á þessu ári fékk Antonio ríkisfang í Jamaíka þar sem hann hafði aldrei fengið tækifæri með enska landsliðinu. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Jamaíka í september og hefur nú skorað tvö mörk í þremur landsleikjum.


Athugasemdir
banner
banner