Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. nóvember 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Topp tíu - Líklegastir núna til að vinna HM í Katar
Brassar taldir líklegastir.
Brassar taldir líklegastir.
Mynd: EPA
Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar.
Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar.
Mynd: EPA
Danska liðið er á flugi.
Danska liðið er á flugi.
Mynd: EPA
Það er rétt rúmlega eitt ár í HM í Katar! Öll fjögur liðin sem komust í undanúrslitin 2018 hafa tryggt sæti sitt. Fyrrum heimsmeistararnir í Argentinu, Brasilíu, Þýskalandi og Spáni eru einnig með farseðil.

Guardian setti saman topp tíu lista, hvaða lið er líklegast til að vinna HM 2022?

1. Brasilía
Brassar voru ósigraðir í undankeppninni og eru með frábæra blöndu af ungum leikmönnum og reynslumeiri. Undir stjórn Tite hefur Brasilía unnið 50 leiki og aðeins tapað 5.

2. Frakkland
Eru með allt til alls til að verja titilinn. Karim Benzema, Antoine Griezmann og Kylian Mbappe mynda ógnvekjandi sóknarlínu.

3. Þýskaland
Handbragð Hansi Flick er komið á þýska liðið sem er stórskemmtilegt á að horfa.

4. England
Englendingar hafa verið á góðri vegferð undir stjórn Gareth Southgate.

5. Spánn
Hafa spilað frábæran fótbolta en eiga oft í vandræðum með að reka smiðshöggið.

6. Argentína
Lionel Messi og félagar unnu Copa America á liðnu sumri.

7. Belgía
Þó Belgar hafi ekki náð því besta út úr gullkynslóð sinni þá eru enn frábærir leikmenn í liðinu.

8. Ítalía
Það er furðulegt að setja Evrópumeistarana í áttunda sæti. En þeir voru í basli í undankeppninni og náðu aðeins umspilssæti. Farseðillinn er ekki kominn í hús.

9. Danmörk
Kasper Hjulmand er að gera frábæra hluti með frændur okkar.

10. Holland
Það er aðeins of mikill gæðamunir milli hæfileikaríkustu manna Hollands og þeirra sem á eftir koma.
Athugasemdir
banner
banner
banner