Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 17. nóvember 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Var á atvinnuleysisbótum 22 ára - Besti markvörður heims í dag?
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: EPA
Er Edouard Mendy hjá Chelsea besti markvörður heims í dag? Miðað við síðasta ár á sú umræða svo sannarlega rétt á sér. Þegar hlutfallsmarkvarsla hans á tímabilinu er borin saman við bestu markverði heims er Mendy á toppnum.

Mendy hjálpaði Chelsea að vinna Meistaradeildina á árinu og margir furða sig á því að hann hafi ekki verið á lista yfir þá sem tilnefndir eru til Ballon d'Or gullknattarins.

Framþróun Mendy, sem er 29 ára, hefur verið mögnuð. Hann fæddist í Le Havre í Frakklandi og hóf feril sinn hjá C-deildarfélaginu Cherbourg. Hann féll með liðinu tvö ár í röð áður en samningur hans rann út.

Hann vonaðist eftir samningi frá ensku D-deildarfélagi sem aldrei kom og 22 ára gamall fór hann á atvinnuleysisbætur í Frakklandi. Hann var atvinnulaus í eitt ár og íhugaði að leggja fótboltaferilinn á hilluna.

Marseille bauð honum þá samning árið 2015, hann fékk mjög lág laun sem fjórði markvörður félagsins. Hann stóð sig það vel að samningurinn var framlengdur og B-deildarfélagið Reims fékk hann í sínar raðir.

Mendy hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild, gekk svo í raðir Rennes 2019 og þá fór ferillinn á rosalegt flug. Hann var keyptur á 22 milljónir punda til Chelsea í september sem samkeppni fyrir Kepa Arrizabalaga, dýrasta markvörð heims. Í dag er hann maðurinn á bak við bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig:
Hislop: Mendy er besti markvörður deildarinnara
Rudiger steinhissa á því að Mendy var ekki tilnefndur
Enginn betri í að verja skot
Athugasemdir
banner
banner