mið 17. nóvember 2021 23:48
Brynjar Ingi Erluson
West Ham greiddi 100 þúsund pund til að fá Antonio heim
Allt gert til að fá Antonio heim úr landsleikjatörninni
Allt gert til að fá Antonio heim úr landsleikjatörninni
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United þurfti að greiða 100 þúsund pund til að fá Michail Antonio aftur til félagsins eftir landsliðsverkefni með Jamaíka en þetta kemur fram í Daily Mail.

Antonio er fæddur og uppalinn á Englandi en á rætur sínar að rekja til Jamaíka.

Fyrr á þessu ári valdi hann að spila fyrir landslið og skoraði hann fyrst tvö landsliðsmörkin í nóvember.

Síðara markið var af dýrari gerðinni er hann hamraði boltanum fyrir utan teig og í samskeytin hægra megin.

Hann átti upphaflega að snúa aftur til Lundúna í dag en mætti fyrr heim þar sem West Ham er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

West Ham er í 3. sæti deildarinnar með 23 stig og spilar við Wolves á laugardag. Antonio er mikilvægur hlekkur í liðinu og voru því eigendurnir tilbúnir að greiða 100 þúsund pund fyrir einkaþotu strax eftir leikinn gegn Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner