Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham „hissa" á refsingu frá UEFA
West Ham fær ekki að hafa stuðningsmenn sína á pöllunum í næsta leik.
West Ham fær ekki að hafa stuðningsmenn sína á pöllunum í næsta leik.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham fær ekki að hafa stuðningsmenn sína á næsta leik sínum í Evrópudeildinni.

West Ham fékk á sig ákæru eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Genk í Belgíu 4. nóvember síðastliðinn. Ákæran snerist að hegðun stuðningsmanna sem létu öllum illum látum og köstuðu meðal annars hlutum á meðan leik stóð.

Félagið fékk alls sekt upp á tæplega 35000 evrur frá UEFA og mun stuðningsfólk félagsins ekki geta mætt á næsta útileik liðsins gegn Rapid Vín í Austurríki.

„Við erum hissa á þessari refsingu og vonsvikin fyrir hönd stuðningsfólks sem hefur hegðað sér með eindæmum vel, stutt við bakið á liðinu alla leið og getur núna ekki ferðast á næsta leik liðsins," segir í yfirlýsingu West Ham, sem hefur beðið UEFA um frekari útskýringu, sérstaklega í ljósi þess að það er stuðningsfólk sem hefur bókað miða, gistingu og fleira fyrir leikinn.

West Ham er með tíu stig eftir fjóra leiki í Evrópudeildinni og er í mjög góðum möguleika á því að komast áfram í 32-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner