fim 17. nóvember 2022 10:27
Elvar Geir Magnússon
Fjölskyldumyndir settar upp í herbergjum ensku leikmannana
Grealish á æfingu í Katar.
Grealish á æfingu í Katar.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, leikmaður enska landsliðsins, gaf fréttamönnum smá innsýn inn í líf leikmanna utan vallar í Doha meðan á HM stendur. Hann var spurður að því hvernig flugið til Katar hefði gengið fyrir sig og hvernig menn væru búnir að koma sér fyrir á hótelinu?

„Flugið var fínt. Ég svaf í þrjá tíma og horfði svo á Elvis bíómyndina. Ég hafði séð hana áður og elska hana. Ég er mikill Elvis aðdáandi. Ég elska líka Freddie Mercury og Elton John myndirnar. Svo held ég að það sé Whitney Houston myn á leiðinni og ég hlakka til að sjá hana," sagði Grealish, sem leikur fyrir Manchester City.

„Hluti starfsliðsins mætti á hótelið á undan okkur og sá til þess að allt væri tilbúið. Í hótelherbergjunum er búið að koma fyrir myndum af fjölskyldum okkar og reynt að gera þetta heimilislegra fyrir okkur."

„Hótelið er algjörlega ótrúlegt og í frítímanum spila margir Playstation og Call of Duty."

England mætir Íran á mánudag og mun svo leika gegn Bandaríkjunum og Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner