Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. nóvember 2022 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
U21: Kristall Máni skoraði bæði í endurkomusigri í Skotlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skotland U21 1 - 2 Ísland U21
1-0 Johnston ('30)
1-1 Kristall Máni Ingason ('47)
1-2 Kristall Máni Ingason ('59)


Íslenska U21 landsliðið heimsótti Skotland í spennandi vináttulandsleik í kvöld og leiddu Skotar í hálfleik eftir mark frá Johnston sem skoraði eftir 30 mínútna leik.

Strákarnir okkar sneru stöðunni við í síðari hálfleik þegar Kristall Máni Ingason, sem hefur verið funheitur með U21 landsliðinu, lét til skarar skríða.

Kristall Máni jafnaði í upphafi síðari hálfleiks og kom Íslandi svo yfir með marki úr vítaspyrnu tólf mínútum síðar.

Meira var ekki skorað og urðu lokatölur 1-2 fyrir Ísland, flottur sigur á erfiðum útivelli.


Athugasemdir
banner