mán 17. desember 2018 11:36
Magnús Már Einarsson
Hasenhuttl gleymdi að taka í höndina á Emery
Ralph Hasenhuttl fagnar eftir leik.
Ralph Hasenhuttl fagnar eftir leik.
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, var gríðarlega ánægður eftir 3-2 sigur liðsins á Arsenal í gær.

Hasenhuttl var að stýra Southampton í fyrsta skipti á heimavelli og hann hljóp fagnandi inn á völlinn eftir leik.

Hann gleymdi að taka í höndina á Unai Emery, stjóra Arsenal, og þakka fyrir leikinn eins og venjan er hjá stjórum á Englandi strax eftir leik.

„Ég varð að hlaupa til strákanna minna því þeir voru að bíða. Ég tók í höndina á honum seinna og þetta var í lagi," sagði Hasenhuttl.

„Þetta er það sem ég vildi finna þegar ég kom í ensku úrvalsdeildina. Þessi stemning eftir leiki. Það er mjög sérstakt fyrir mig að fagna svona augnabliki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner