Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 17. desember 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Hjörvar Hafliða: Mourinho nær ekki til leikmanna
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Fyrir mér er þetta engin spurning. Það á að reka Mourinho á morgun. Það er ekkert að fara að breytast til hins betra hjá Manchester United," sagði Gunnleifur Gunnleifsson í Messunni á Stöð 2 Sport í gær eftir 3-1 tap Manchester United gegn Liverpool.

Jose Mourinho hefur verið mikið gagnrýndur á tímabilinu en Manchester United er í 7. sætinu í ensku úrvalsdeildinni og hefur einungis unnið sjö leiki af sautján.

Hjörvar Hafliðason ræddi einnig gagnrýnina á Mourinho í Messunni í gær.

„Manchester United er ekki lið sem leikur sér að því að reka knattspyrnustjóra en árið 2018 nær Mourinho ekki til leikmanna," sagði Hjörvar.

„Strákarnir í Inter elskuðu hann og hefðu hoppað fyrir rútu fyrir hann. Strákarnir í Chelsea elskuðu hann, þú heyrir hvernig Eiður Smári talar um hann í dag."

„Þessir gaurar í Manchester United eru ekki tilbúnir að gera hvað sem er fyrir Mourinho. Þeir eru ekki að kaupa þennan stíl af fótbolta. Þessi gæi hérna (Paul Pogba) hefur engan áhuga á þessari tegund af fótbolta."


Mourinho er valtur í sessi en Hjörvar telur að tveir leikmenn fari frá félaginu í janúar ef hann heldur áfram í starfi.

„Ef Mourinho fer með liðið inn í janúar missa þeir (Paul) Pogba og (Alexis) Sanchez sem eru tveir heimsklassa leikmenn," sagði Hjörvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner