mán 17. desember 2018 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd framlengir við Martial - Umboðsmaðurinn ósáttur
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ákveðið að nýta samningsákvæði hjá Anthony Martial til að framlengja samning hans við félagið um eitt ár.

Samningur Martial rennur því ekki út fyrr en sumarið 2020, en Man Utd nýtti sér sama ákvæði í samningi David De Gea fyrir nokkrum vikum.

Martial er 23 ára gamall en var fenginn til Man Utd sumarið 2015 fyrir 36 milljónir punda, með 22 milljónir í mögulegar aukagreiðslur.

Philippe Lamboley, umboðsmaður Martial, er þó ekki ánægður með stöðuna og vill betri samning fyrir skjólstæðing sinn.

„Ég er mjög svartsýnn að samningsviðræðurnar muni ganga upp. Félagið er búið að bjóða honum nýja samninga nokkrum sinnum en þeir eru langt frá því að vera ásættanlegir fyrir okkur," sagði Lamboley við RMC.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner