Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. desember 2018 23:31
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Trippier veðjar á landsleikinn gegn Hollandi
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið mætir því hollenska í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í júní og er Kieran Trippier, hægri bakvörður Tottenham og enska landsliðsins, kokhraustur fyrir leikinn.

Trippier hefur mikinn áhuga á pílukasti og er meðal áhorfenda á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í London yfir hátíðirnar.

Þar hitti hann einn besta pílukastara heims, Hollendinginn Michael Van Gerwen, sem hefur mikinn áhuga á fótbolta.

Það var einhver sem náði því á myndband þegar Trippier og Van Gerwen komu sér saman um að veðja á landsleikinn mikilvæga.

Sá sem tapar veðmálinu þarf að bjóða hinum út að borða á veitingastaðnum Novikov, sem er starfræktur víða um heim.




Athugasemdir
banner
banner
banner