mán 17. desember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Pepe farinn frá Besiktas - Borgaði starfsmönnum
Pepe er félagslaus.
Pepe er félagslaus.
Mynd: Getty Images
Portúgalski varnarmaðurinn Pepe er á förum frá tyrkneska féalginu Besiktas. Pepe var samningsbundinn þar til í juní en vegna fjárhagsvandræða Besiktas hefur hann nú ákveðið að róa á önnur mið.

Pepe kvaddi með því að láta búningastarfsmenn Besiktas og starfsmenn í eldhúsi félagsins fá umslög með góðum fjárhæðum.

Hinn 35 ára gamli Pepe var einn launahæsti leikmaður Besiktas en hann gerði tveggja ára samning að andvirði 9,5 milljónir evra þegar hann kom frá Real Madrid í fyrra.

Besiktas er í þriðja sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni en liðið datt úr Evrópudeildinni eftir tap gegn Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í Malmö í síðustu viku.

Í september lét Besiktas framherjann Alvaro Negredo fara og Ryan Babel hefur einnig fengið skilaboð um að finna sér nýtt félag til að lækka launakostnaðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner