Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. desember 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Þurfum að kaupa sóknarmann í janúar
Mynd: Getty Images
Celtic tapaði óvænt fyrir Hibernian í skoska boltanum í gær og eru Skotlandsmeistarar síðustu sjö ára í þriðja sæti deildarinnar eftir tapið. Rangers og Kilmanrock eru á toppnum með eins stigs forystu á Celtic.

Brendan Rodgers er þjálfari Celtic og sagði hann eftir tapleikinn að það væri mikilvægt fyrir liðið að kaupa sóknarmann í janúar.

Leigh Griffiths hefur verið aðalmarkaskorari félagsins en hann hefur fengið frí frá knattspyrnu í einhvern tíma til að glíma við andleg vandamál sín.

„Við þurfum að finna sóknarmann í janúarglugganum. Við vildum fá sóknarmann áður en Leigh fór í frí," sagði Rodgers, en Celtic á eftir að spila fjóra leiki án Griffiths fyrir áramót.

„Mér finnst þetta ósanngjarnt fyrir Odsonne (Edouard) sem þarf að spila alla leiki. Hann er bara tvítugur en ég verð að láta hann byrja inná því hann er eini sóknarmaðurinn sem við eigum eftir."
Athugasemdir
banner
banner
banner