Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 17. desember 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Því miður er til heimskt fólk um allan heim
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segist vera orðinn þreyttur á heimskum stuðningsmönnum sem eru að skemma orðspor knattspyrnunnar með hegðun sinni.

Þetta segir hann í kjölfar leiðindamála sem hafa komið upp vegna kynþáttafordóma sem koma frá stuðningsmönnum Chelsea.

Manchester City og MOL Vidi kvörtuðu bæði undan kynþáttaníði af hálfu stuðningsmanna Chelsea í vikunni og segist Sarri ekki skilja hvað ami að þessu fólki.

„Ég get bara sagt að ég fordæmi kynþáttafordóma og mismunun. Ég held það sé engin lausn á þessu vandamáli, því miður er til heimskt fólk um allan heim, hvort sem maður er á Englandi, í Frakklandi eða á Ítalíu. Þetta er eins um allan heim," sagði Sarri.

Cesc Fabregas tók undir orð Sarri og sagðist vonast til að stuðningsmenn Chelsea sem sungu níðsöngva yrðu gripnir og þeim refsað.
Athugasemdir
banner
banner