Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 17. desember 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Þeir sem gagnrýna Hamsik skilja ekki fótbolta"
Hamsik var einn af bestu mönnum Napoli fyrstu árin hjá félaginu.
Hamsik var einn af bestu mönnum Napoli fyrstu árin hjá félaginu.
Mynd: Getty Images
Juraj Venglos er umboðsmaður slóvakíska miðjumannsins Marek Hamsik sem hefur leikið lykilhlutverk í liði Napoli undanfarinn áratug.

Hamsik er 31 árs gamall og hefur verið gagnrýndur á tímabilinu enda í öðru hlutverki hjá félaginu eftir komu Carlo Ancelotti.

Hamsik var í byrjunarliði Napoli sem tapaði 1-0 fyrir Liverpool og datt þannig út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann var gagnrýndur harkalega fyrir sinn þátt í tapinu og skrifaður af mörgum sem skúrkurinn.

„Marek er að gera vel þrátt fyrir að fólk sé að segja að hann hafi verið verstur á vellinum gegn Liverpool," sagði Venglos við Radio Crc.

„Fólk sem gagnrýnir hann pælir ekki í þessari ótrúlegu pressu hjá Liverpool sem gefur miðjumönnum engan tíma á boltanum.

„Það er eins og sumt fólk átti sig ekki á því að hlutverk hans hefur breyst hjá Napoli, hann er í allt öðru hlutverki en áður. Þeir sem gagnrýna hann skilja ekki fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner