mán 17. desember 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarfélög fylgjast með litla frænda Alaba
Mynd: Getty Images
Nokkur ensk félög eru að fylgjast með Ronald Sobowale, litla frænda David Alaba hjá FC Bayern.

Watford og Cardiff City eru úrvalsdeildarfélögin sem hafa sýnt honum áhuga, en Reading og Sheffield Wednesday vilja fá hann til sín í Championship deildina.

Sobowale og Alaba eru systkinabörn þar sem feður þeirra eru bræður. Sobowale er 21 árs sóknarmaður sem leikur í utandeildinni sem stendur en hefur nýlega verið á reynslu hjá Barnsley og Cardiff.

Sobowale kom upp gegnum uppeldisstarf Chelsea en var látinn fara 15 ára gamall vegna hæðar sinnar, en hann var talinn of lágvaxinn.

Nú er hann orðinn að snöggum sóknarmanni og gerði hann til að mynda sigurmark Cardiff í æfingaleik gegn Vancouver Whitecaps meðan hann var þar á reynslu. Þá skoraði hann einnig gegn Sheffield United þegar hann var á reynslu hjá Barnsley.
Athugasemdir
banner
banner