Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. desember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham snéri aftur á heimaslóðir til að þakka fyrir sig
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham nýtur sín í fríinu sem hann fékk eftir heimsmeistaramótið en hann var mættur á leik Birmingham og Reading í ensku B-deildinni í gær.

Bellingham er fæddur og uppalinn í Birmingham en hann var fastamaður á eina tímabilinu sem hann lék með aðalliðinu.

Félagið seldi hann til Borussia Dortmund fyrir tveimur árum og þar hefur hann heldur betur blómstrað og er hann í dag með bestu miðjumönnum heims.

Englendingurinn fékk aldrei tíma til að kveðja félagið og nýtti hann því fríið eftir HM og kíkti á leik Birmingham gegn Reading í gær.

Hægt er að sjá þegar stuðningsmenn tóku á móti enska manninum í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner