Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. desember 2022 14:57
Brynjar Ingi Erluson
Cardiff má ekki kaupa leikmenn - Skulda Nantes fyrir Sala
Emiliano Sala lést á leiðinni til Bretlandseyja
Emiliano Sala lést á leiðinni til Bretlandseyja
Mynd: Nantes
Velska félagið Cardiff City er í félagaskiptabanni og má því ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum en félagið staðfestir þetta í tilkynningu í dag.

Cardiff keypti argentínska framherjann Emiliano Sala frá Nantes fyrir 15 milljónir punda í janúar árið 2019.

Það var þá metfé hjá velska félaginu en hann fékk leyfi til þess að fara til Frakklands og kveðja liðsfélaga sína og ætlaði sér svo að snúa aftur til Bretlandseyja.

Flugvélin hrapaði hinsvegar í hafinu og lést bæði Sala og flugmaður vélarinnar. Lík Sala fannst nokkrum dögum síðar en flugmaðurinn fannst aldrei.

Cardiff hefur verið í málaferlum við Nantes síðustu ár en félagið telur sig ekki eiga að greiða kaupverðið. Cardiff tapaði málinu hjá FIFA og var skipað að greiða fyrstu innborgun upp á 5,3 milljónir punda en félagið neitar að gera það.

Málinu hefur verið áfrýjað til íþróttadómstólsins í CAS og er beðið eftir niðurstöðu. Á meðan er Cardiff í félagaskiptabanni og líkur á því að félagið megi ekki fjárfesta í leikmönnum í janúarglugganum.

„Við höfum ekki borgað og ætlum okkur ekki að borga,“ sagði Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner
banner