Jóhann Berg Guðmundsson spilaði 87 mínútur í flottum sigri Burnley gegn Middlesbrough í Championship deildinni í dag.
Staðan var markalaus í leikhlé og tóku gestirnir frá Middlesbrough forystuna snemma í síðari hálfleik með marki frá Duncan Watmore. Heimamenn svöruðu fyrir sig með þremur mörkum þar sem Manuel Benson lék aðalhlutverk og skoraði tvennu.
Lærisveinar Vincent Kompany eru á fleygiferð og tróna áfram á toppi deildarinnar, með 47 stig eftir 23 umferðir. Sheffield United er í öðru sæti með 41 stig og leik til góða.
Watford er í þriðja sæti með 37 stig og vann útisigur gegn Huddersfield í dag þar sem Joao Pedro skoraði bæði mörkin.
Stoke CIty vann þá sigur á útivelli á meðan Cardiff gerði jafntefli. Það fór fjörug viðureign fram í Coventry þar sem heimamenn komust í þriggja marka forystu en gestunum frá Swansea tókst að jafna með þremur mörkum á sextán mínútna kafla.
Sunderland gerði jafntefli og situr um miðja deild á meðan QPR og West Brom unnu sína leiki.
Norwich og Blackburn mætast að lokum í lokaleik dagsins sem er nýfarinn af stað. Aðeins eitt stig skilur þessi sterku lið að í toppbaráttunni.
Bristol City 1 - 2 Stoke City
1-0 Nahki Wells ('33 )
1-1 Liam Delap ('45 )
1-2 Jacob Brown ('57 )
Burnley 3 - 1 Middlesbrough
0-1 Duncan Watmore ('49 )
1-1 Manuel Benson ('60 )
2-1 Manuel Benson ('67 )
3-1 Jonathan Howson ('72 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Connor Roberts, Burnley ('89)
Cardiff City 1 - 1 Blackpool
1-0 Kion Etete ('36 )
1-1 Gary Madine ('67 )
Coventry 3 - 3 Swansea
1-0 Jonathan Panzo ('29 )
2-0 Jamie Allen ('47 )
3-0 Viktor Gyokeres ('54 )
3-1 Joel Piroe ('68 )
3-2 Jay Fulton ('76 )
3-3 Liam Cullen ('84 )
Huddersfield 0 - 2 Watford
0-1 Joao Pedro ('54 )
0-2 Joao Pedro ('86 )
Hull City 1 - 1 Sunderland
0-1 Ross Stewart ('74 )
1-1 Ozan Tufan ('82 )
Rautt spjald: Eliot Embleton, Sunderland ('59)
Preston NE 0 - 1 QPR
0-1 Jimmy Dunne ('58 )
West Brom 3 - 0 Rotherham
1-0 Jed Wallace ('20 )
2-0 Grady Diangana ('57 )
3-0 Brandon Thomas-Asante ('70 )