Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. desember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea loksins að kynna Vivell
Mynd: Getty Images
Todd Boehly, eigandi Chelsea á Englandi, hefur loks tekist að klófesta Christopher Vivell sem nýjan tæknilegan stjórnanda en hann verður kynntur á allra næstu dögum.

Chelsea hefur leitast eftir því að fá Vivell inn í félagið til þess að sjá um leikmannakaup en hann er maðurinn sem kom að félagaskiptum Erling Braut Haaland og Karim Adeyemi til RB Salzburg.

Vivell vann fyrir RedBull, bæði Salzburg og Leipzig, en hann yfirgaf síðarnefnda liðið í október vegna ágreinings. Síðan þá hefur hann unnið sem sérstakur ráðgjafi hjá Chelsea.

Félagið hefur lengi vel viljað ráða hann inn sem tæknilegan stjórnanda og nú er komið að því. Þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg segir að nú sé búið að skrifa undir samninga og þá er hann kominn atvinnuleyfi.

Chelsea mun tilkynna um ráðninguna á næstu dögum og má því búast við skemmtilegum janúarglugga hjá enska félaginu, sem hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner