Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. desember 2022 11:35
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps spurður út í Benzema: Þetta er vandræðalegt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Argentínu og Frakklands á HM í Katar, en hann talaði meðal annars um Karim Benzema og mögulega þátttöku hans í úrslitaleiknum.

Benzema meiddist stuttu fyrir HM og ákvað Deschamps að senda hann heim til að ná sér að fullu, en neitaði að velja annan leikmann inn í hópinn sem gaf þá til kynna að hann gæti snúið aftur á einhverjum tímapunkti.

Framherjinn hefur náð sér að fullu og verið að æfa með Real Madrid síðustu daga en fjölmiðlar greindu frá því að það væri ágætis möguleiki á að hann kæmi inn í hópinn fyrir úrslitaleikinn.

Það er þó ekki mikið til í því. Benzema hefur ekkert æft með Frökkum síðustu daga og er Deschamps þá orðinn þreyttur á spurningum um framherjann.

„Ég er með leikmenn sem hafa áður meiðst. Karim er einn af þeim og sá síðasti til að meiðast er Lucas Hernandez,“ sagði Deschamps.

„Nú er ég með 24 leikmenn sem ég þjálfa. Það að spyrja út í þessa leikmenn er vandræðalegt ef ég á að segja eins og er, ef ekki meira en það. Hópurinn er hérna.“

„Mér er sama um einhver boð til leikmanna, fyrrum leikmanna og þeirra sem eru á meiðslalistanum. Ég veit ekki hverjir verða þarna á svæðinu. Við vorum þennan hóp í byrjun og eftir að hann var kynntur misstum við þrjá leikmenn og var Nkunku sá fyrsti. Þeir voru með frá fyrsta degi ævintýrisins. Það verða 24 mikilvægir leikmenn sem spila fyrir Frakkland á morgun,“
sagði Deschamps enn fremur.

Benzema var þá sagður hafa lítinn áhuga á því að koma til móts við hópinn en samkvæmt frönsku miðlunum andar köldu á milli hans og Deschamps.

Sjá einnig:
Samband Benzema og Deschamps í molum? - „Ég hef ekki áhuga“
Athugasemdir
banner
banner
banner