Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Virtus Verona sem vann góðan sigur á varaliði Juventus í C-deild ítalska boltans.
Emil spilaði allan leikinn í því sem reyndist þriðji sigur Virtus í röð og fimmti sigurinn í sex leikjum. Virtus hefur þar með tekist að rífa sig af botni deildarinnar og er liðið aðeins fjórum stigum frá umspilssæti fyrir B-deildina - með 22 stig eftir 19 umferðir.
Mikael Egill Ellertsson fékk þá að spreyta sig í æfingaleik hjá Spezia gegn Sparta frá Rotterdam. Mikael Egill kom inn af bekknum í stöðunni 0-2 en Spezia tapaði að lokum 1-3.
Að lokum var Hjörtur Hermannsson í hjarta varnarinnar hjá Pisa sem vann flottan sigur á Brescia í Serie B. Hjörtur spiaði fyrstu 70 mínúturnar í 3-0 sigri.
Pisa er í harðri umspilsbaráttu, með 26 stig eftir 18 umferðir. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eru einu stigi fyrir ofan Pisa og með leik til góða.
Juventus U23 0 - 3 Virtus Verona
Spezia 1 - 3 Sparta Rotterdam
Pisa 3 - 0 Brescia
Viðar Ari Jónsson og félagar í Honved gerðu þá markalaust jafntefli á meðan NEC Nijmegen tapaði fyrir FC Emmen en Andri Fannar Baldursson kom ekki við sögu.
Jón Daði Böðvarsson var þá ekki í leikmannahópi Bolton sem lagði Exeter að velli og er umspilsbaráttu ensku C-deildarinnar.
Bolton 2 - 0 Exeter
Honved 0 - 0 Lokomotiv Zagreb
FC Emmen 3 - 2 NEC Nijmegen