
Kanadíski rapparinn Drake hefur ákveðið að leggja pening á að Argentína vinni heimsmeistaramótið á morgun en netverjar vilja meina að nú sé þetta búið spil fyrir Lionel Messi og félaga.
Argentína og Frakkland mætast í úrslitaleiknum klukkan 15:00 á morgun en þetta er eini bikarinn sem vantar í safnið hjá Messi.
Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og liðið talið líklegri aðilinn til að hafa sigur en nú telja margir að vonir Argentínu séu úti.
Drake, sem er einn og ef ekki vinsælasti tónlistarmaður heims í augnablikinu, er oft í beinu streymi að veðja á alls kyns íþróttir, en það gengur oft brösulega hjá honum.
Margir eru á því máli að það hvíli bölvun á Drake og nú hefur hann valið að veðja á Argentínu á morgun. Hann greindi frá því veðmáli í dag, á meðan hann klæddist Napoli-peysu.
Drake-bölvunin er þekkt. Oft þegar hann klæðist treyjum eða tengist íþróttamönnum, hefur eitthvað slæmt gerst eftir á. Það er spurning hvort Argentínumönnum takist að aflétta þessari bölvun.
Drake betting on Argentina to win the World Cup while wearing a Napoli top ???????? pic.twitter.com/EfP8OmmMRr
— Italian Football TV (@IFTVofficial) December 17, 2022
Drake curse. It’s over for Argentina. pic.twitter.com/GQ6Dm4n4vR
— Kush (@KUSH23TV_) December 17, 2022
Athugasemdir