banner
   lau 17. desember 2022 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Lahm: Infantino virðist vera óheiðarlegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Philipp Lahm bar fyrirliðaband Þjóðverja þegar þeir unnu HM 2014 í Brasilíu og starfar í dag sem fótboltasérfræðingur. Á dögunum skrifaði hann pistil í þýsku dagblaði sem hefur vakið athygli.


„FIFA heldur áfram að tapa trúverðugleika með Gianni Infantino í leiðtogahlutverki. Manni líður sífellt meira eins og hann sé ekki að leita að bestu lausnunum fyrir fótboltaheiminn og að hann sé einfaldlega óheiðarlegur," skrifaði Lahm meðal annars í harðorðum pistli.

„Hann var ekki við stjórn þegar HM var gefið til Katar en hann virðist ekki vilja gera neitt til að breyta því. Hann nýtir sér FIFA fyrir sjálfan sig. Það þarf að laga ýmsa ferla innan FIFA til að auka gagnsæi en það ætti ekki að koma neinum á óvart að stjórnendur sambandsins hafi ekki áhuga á því."

Lahm telur kominn tíma á að Evrópuþjóðir standi saman til að koma í veg fyrir annan skandal líkt og gerðist 2010 þegar hið rammspillta FIFA samband gaf Rússlandi og Katar heimsmeistaramótin 2018 og 2022.

„Þú getur ekki haldið HM án Evrópuþjóða, það virkar ekki. Ef við horfum á liðin í úrslitum þá eru tvö frá Evrópu og hin tvö eru mjög Evrópumiðuð. Flestir leikmenn Argentínu og Marokkó spila sinn fótbolta í Evrópu.

„Ég held að fólk vilji sjá HM fara fram í lýðræðisríki sem gerist ekki sekt um tíð mannréttindabrot."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner