Nú er búið að ákveða leiktíma í síðustu leikjum Bose- mótsins en riðlakeppninni lauk í fyrrakvöld og þá á bara eftir að leika um sæti.
Stjarnan mætir KR í úrslitaleik mótsins en leikurinn fer fram í Miðgarði í Garðabæ næstkomandi þriðjudagskvöld klukkan 18:00. Það er kuldakast á Íslandi og gott að geta leitað inn í húsin þegar svo er.
Í leiknum um 3. sætið mætast Fram og Víkingur. Leikurinn fer fram sama kvöld klukkan 20:00 í Egilshöll. Valur og Breiðablik áttu svo að mætast í leik um 5. sætið en ákveðið var að slá þann leik af.
Úrslitaleikurinn:
þriðjudagur 20. desember
18:00 Stjarnan - KR (Miðgarður)
Leikur um 3. sætið
þriðjudagur 20. desember
20:00 Fram - Víkingur (Egilshöll)
Hér að neðan má sjá úrslit leikjanna í mótinu til þessa og lokaniðurstöðuna í riðlunum.
A Riðill
1. KR (4 stig +1)
2. Fram (4 stig +1)
3. Breiðablik (0 stig -2)
B Riðill
1. Stjarnan (4 stig +1)
2. Víkingur R. (2 stig 0)
3. Valur (1 stig -1)
Laugardagurinn 3. desember
12:00 FRAM 3 - 2 Breiðablik (Úlfarsárdalsvöllur) | Mörkin
Miðvikudagurinn 7. desember
19:00 Víkingur 1 - 1 Stjarnan (Víkingsvöllur)
Fimmtudagurinn 8.desember
19:00 Breiðablik 3 - 4 KR (Kópavogsvöllur)
Laugardagurinn 10.desember
12:00 Stjarnan 4 - 3 Valur (Samsungvöllur) | Myndir
Þriðjudagurinn 13.desember
17:00 KR 3 - 3 FRAM (KR völlur)
Fimmtudagurinn 15.desember 2022
19:00 Valur - Víkingur (Origovöllur)