
Leikur Króatíu og Marokkó um bronsið á HM í Katar byrjar með miklu fjöri en staðan er 1-1 eftir fimmtán mínútur.
Josko Gvardiol kom Króötum yfir með góðu skallamarki eftir aukaspyrnu Luka Modric á 7. mínútu. Modric kom boltanum á Ivan Perisic sem framlengdi hann á Gvardiol sem skoraði.
Tæpum tveimur mínútum síðar svaraði spútniklið mótsins. Gvardiol braut af sér fyrir utan teig og var það Hakim Ziyech sem tók aukaspyrnuna. Hún var ekkert spes en fór af Lovro Majer og til Dari sem skoraði með góðu skoti framhjá Dominik Livakovic.
Mikið fjör og vonandi enn fleiri mörk í þessum leik!
Stórkostlegur undirbúningur að marki og Króatar komust yfir 1-0 í bronsleiknum gegn Marokkó. pic.twitter.com/kXVtM5GEbr
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 17, 2022
Þvílík byrjun á leiknum. Marokkómenn strax búnir að jafna. pic.twitter.com/Tf4rVYpZt5
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 17, 2022
Athugasemdir