Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   lau 17. desember 2022 11:11
Brynjar Ingi Erluson
Markvörðurinn alblóðugur eftir að stuðningsmenn réðust inn á völlinn
Stuðningsmenn Melbourne Victory í leik gegn Manchester United í sumar
Stuðningsmenn Melbourne Victory í leik gegn Manchester United í sumar
Mynd: EPA
Tom Glover (lengst t.v.) fékk fötu í andlit sitt
Tom Glover (lengst t.v.) fékk fötu í andlit sitt
Mynd: EPA
Það ætlaði allt um koll að keyra í nágrannaslag Melbourne City og Melbourney Victori í Ástralíu í nótt en leikurinn var flautaður af eftir að stuðningsmenn réðust inn á völlinn og skildu markvörð City eftir alblóðugan.

Mikill rígur er á milli liðanna og hefur verið um árabil en City var að leiða með einu marki áður en það sauð upp úr.

Stuðningsmenn beggja liða höfðu stundað það ítrekað að kasta blysum í allar áttir en ástandið varð verra er eitt þeirra hæfði myndatökumann á vellinum.

Tom Glover, markvörður Melbourne City, tók eitt blysið af vellinum og kastaði því í átt að stuðningsmönnum Victory, en það var þá sem allt varð stjórnlaust.

Stuðningsmenn æddu inn á völlinn og köstuðu fötu, sem var ætlað að geyma blysin, í andlit hans. Dómari leiksins ákvað um leið að stöðva leikinn til að gæta að öryggi leikmanna.

Knattspyrnusambandið í Ástralíu segist skelkað yfir þessari hegðun og mun refsa þeim sem áttu í hlut.

Þetta gerist aðeins nokkrum dögum eftir að deildin ákvað að selja réttinn á úrslitakeppninni til Sydney en þar verður hún spiluð næstu þrjú árin, en stuðningsmenn annarra liða hafa mótmælt með mismunandi hætti á síðustu leikjum og kallað eftir því að Danny Townsend, framkvæmdastjóri deildarinnar, segi af sér.




Athugasemdir
banner
banner
banner