Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 17. desember 2022 11:37
Brynjar Ingi Erluson
Nkunku búinn að skrifa undir hjá Chelsea
Christopher Nkunku fer til Chelsea
Christopher Nkunku fer til Chelsea
Mynd: EPA
Franski framherjinn Christopher Nkunku er búinn að skrifa undir samning hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Þetta fullyrðir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano og bætir við frasanum „Here we go“ og má þá áætla að félagaskiptin séu svo gott sem staðfest.

Nkunku er 25 ára gamall og getur spilað í öllum stöðum í fremstu víglínu en hann hefur verið með bestu leikmönnum Evrópu síðustu tvö tímabil.

Hann skoraði 35 mörk og lagði upp 20 í öllum keppnum með Leipzig á síðustu leiktíð er hann spilaði í nýju hlutverki en hann gæti skilað enn betri tölum á þessu tímabili.

Nkunku er með 17 mörk og 6 stoðsendingar til þessa en er nú að glima við meiðsli og þurfti að yfirgefa franska landsliðshópinn snemma við undirbúning á HM í Katar.

Stórliðin í Evrópu hafa fylgst með honum síðasta árið en hann hefur valið sér næsta áfangastað. Hann er búinn að skrifa undir langtímasamning hjá Chelsea, sem borgar 53 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fabrizio Romano segir að búið sé að ganga frá öllum pappírum og að hann gangi í raðir félagsins næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner