Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. desember 2022 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Sigurður Arnar gerir eins árs samning við ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Varnarmaðurinn öflugi Sigurður Arnar Magnússon er búinn að framlengja samning sinn við ÍBV um eitt ár og leikur því aftur með Eyjamönnum í Bestu deildinni næsta sumar.


Sigurður Arnar er 23 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur í röðum Eyjamanna undanfarin ár. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum og á yfir 100 meistaraflokksleiki að baki fyrir ÍBV þrátt fyrir ungan aldur.

Sigurður hefur leikið sem varnarmaður með ÍBV en í haust prófaði hann að spila á miðjunni undir lok Íslandsmótsins og stóð sig frábærlega þar sem hann skoraði tvennu í dýrmætum sigri gegn Fram. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort hann verði notaður aftur á miðjunni á næstu leiktíð eða hvort hann velji frekar að halda sig við varnarlínuna.

„ÍBV fagnar fréttum þessum og hlakkar til næsta tímabils," segir í yfirlýsingu ÍBV.


Athugasemdir
banner
banner