
Mislav Orsic skoraði eitt af mörkum mótsins er hann kom Króatíu í 2-1 gegn Marokkó í leiknum um bronsið á HM í Katar.
Króatar spiluðu vel sín á milli við teiginn áður en Orsic fékk boltann vinstra megin.
Hann hljóp að boltanum og beygði boltann skemmtilega í stöng og inn.
Það hafa komið nokkur gullfalleg mörk á þessu móti og er þetta klárlega eitt af þeim, en það má sjá hér fyrir neðan.
Mislav Orsic sér til þess að Króatar fara með 2-1 forystu í hálfleikinn. pic.twitter.com/cmty3VftPY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 17, 2022
Athugasemdir