Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. desember 2022 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Spænsku liðin höfðu betur gegn þeim ítölsku
Moreno þurfti ekki nema tvær mínútur til að skora gegn Napoli.
Moreno þurfti ekki nema tvær mínútur til að skora gegn Napoli.
Mynd: EPA
Inaki Williams kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið.
Inaki Williams kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið.
Mynd: EPA

Tveir síðustu æfingaleikir kvöldsins voru á milli ítalskra og spænskra liða og höfðu gestirnir frá Spáni betur.


Villarreal lagði Napoli að velli í afar fjörugum leik þar sem Etienne Capoue kom gestunum yfir snemma leiks en Victor Osimhen jafnaði skömmu síðar eftir misheppnaða sendingu til baka frá miðju.

Staðan var jöfn í hálfleik og gerðu heimamenn í Napoli fimm breytingar á liði sínu áður en gestirnir tóku forystuna á ný. Í þetta skiptið skoraði Nicolas Jackson og gerði Villarreal fimm skiptingar beint eftir markið.

Gerard Moreno var einn þeirra sem kom inná og skoraði hann þriðja mark Villarreal aðeins tveimur mínútum eftir innkomuna. 

Khvicha Kvaratskhelia minnkaði muninn fyrir Napoli á lokakaflanum en tókst ekki að jafna. Lokatölur 2-3 en Napoli hefur verið í fantaformi á fyrri hluta tímabils bæði í Meistaradeildinni og Serie A.

Napoli 2 - 3 Villarreal
0-1 Etienne Capoue ('12)
1-1 Victor Osimhen ('14)
1-2 Nicolas Jackson ('67)
1-3 Gerard Moreno ('70)
2-3 Khvicha Kvaratskhelia ('79)

Udinese, sem byrjaði tímabilið gríðarlega vel í Serie A en hefur ekki tekist að vinna fótboltaleik síðan í byrjun október, tapaði þá fyrir Athletic Bilbao.

Inaki Williams, sem leiddi sóknarlínu Gana á HM, gerði eina mark leiksins á 86. mínútu.

Athletic Bilbao hefur verið í góðum gír á Spáni og vermir fjórða sæti deildarinnar með 24 stig úr 14 leikjum. Villarreal er með 21 stig.

Udinese 0 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Inaki Williams ('86)


Athugasemdir
banner
banner