Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. janúar 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Bruce Lee átti þátt í að Dembele fór til Kína
Bruce Lee var óumdeildur konungur Kung Fu-myndanna.
Bruce Lee var óumdeildur konungur Kung Fu-myndanna.
Mynd: Samsett
Belgíski miðjumaðurinn Mousa Dembele gekk í gær formlega til liðs við Guangzhoue R&F í Kína. Dembele á 242 keppnisleiki að baki á sex og hálfu ári hjá Tottenham.

Bayern München og Inter höfðu áhuga á þessum 31 árs leikmanni en hann ákvað að elta peningana í Kína.

„Önnur félög í Evrópu og í Katar komu einnig til greina en á endanum var það Guangzhou sem mér þótti mest spennandi," segir Dembele.

Hann segir að kínverskar bardagabíómyndir hafi átt þátt í því að hann valdi Kína.

„Ég hef alltaf verið aðdáandi bardagakempunnar og leikarans Bruce Lee. Hans myndir gerðu það að verkum að ég vildi fara til Kína einn daginn."

Dembele játar því að fjárhagsástæður hefðu einnig spilað sinn þátt en hann mun græða 5 milljónir punda á ári í kínversku Ofurdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner