Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. janúar 2019 18:25
Elvar Geir Magnússon
Chelsea fundar með Hudson-Odoi
Chelsea vill halda þessum efnilega sóknarleikmanni.
Chelsea vill halda þessum efnilega sóknarleikmanni.
Mynd: Getty Images
Chelsea er í viðræðum við táninginn stórefnilega Callum Hudson-Odoi um framtíð hans. Þessi átján ára strákur hefur spilað þrettán aðalliðsleiki fyrir Chelsea en hefur ekki enn byrjað úrvalsdeildarleik.

Þýskalandsmeistarar Bayern München vilja fá hann og gerðu 35 milljóna punda tilboð í hann.

Hudson-Odoi á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Chelsea og enska félagið vill halda honum. Sagt er að félagið hafi boðið honum nýjan samning sem færi honum 70 þúsund pund í vikulaun en spiltíminn er aðalatriðið í huga leikmannsins.

Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bæjara, sagði það hreint út á fréttamannafundi í Katar í síðustu viku að félagið vilji fá Hudson-Odoi.

Þetta útspil Þýskalandsmeistarana vakti ekki mikla kátinu hjá Maurizio Sarri, stjóra Chelsea.

„Þetta er ekki faglegt. Þeir eru að tala um leikmann sem er samningsbundinn Chelsea. Þetta er óvirðing við félagið að mínu mati," segir Sarri en hann hefur spilað Hudson-Odoi í þremur síðustu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner