Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. janúar 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren rýnir í riðil Íslands - Barátta við Tyrki
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Tyrkland eru saman í riðli þriðju undankeppnina í röð.
Ísland og Tyrkland eru saman í riðli þriðju undankeppnina í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Eins og staðan er núna þá held ég að við og Tyrkland séum kannski liðin sem berjast mest við Frakka. Það er raunhæft," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, þega Fótbolti.net fékk hann til að rýna í möguleikana fyrir undankeppni EM sem fer fram á þessu ári.

„Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en við hefðum líka getað fengið erfiðari," sagði Erik við Fótbolta.net en tvö efstu liðin í riðlinum fara á EM 2020.

„Ef staðan á meiðslunum verður eðlileg og leikmenn eru að spila hæfileika mikið með félagsliðum sínum og spila vel þá hef ég mikla trú á að við getum komist á EM."

Hér að neðan má sjá mat hans á andstæðingum Íslands.

Frakkland: Þeir eru sigurstranglegastir í riðlinum. Þeir eru heimsmeistarar og ef þú ert heimsmeistari þá ertu með gæði. Ég yrði hissa ef þeir verða ekki eitt af tveimur efstu liðunum í riðlinum.

Tyrkland: Ég sá leik Svíþjóðar og Tyrklands í Þjóðadeildinni og þeir eru með hæfileikaríkt lið með marga góða leikmenn. Úrslitin hafa hins vegar verið upp og niður hjá þeim.

Albanía: Þetta er lið sem er líka með góða leikmenn. Þeir hafa líka verið svolítið upp og niður þegar kemur að úrslitum og frammistöðu. Þeir eru sterkir heima en hafa ekki verið jafn öflugir úti. Þetta er ekki auðvelt lið. Ég vil ræða meira um þá þegar við höfum kynnt okkur liðin betur.

Moldavía: Ég mætti Moldavíu í undankeppni HM þegar ég þjálfaði Svíþjóð. Það er ekki auðvelt að mæta þeim, sérstaklega á útivelli.

Andorra: Það verður erfitt að byrja gegn Andorra. Þú hugsar kannski, 'oh Andorra, auðveld byrjun,' en ég hef séð úrslitin hjá þeim. Sviss vann 2-1 þarna og Portúgal 2-0. Það er ekki svo auðvelt að vinna þá. Þeir hafa ekki unnið marga leiki en það er erfitt að vinna þá. Þeir spila á gervigrasi og ég reikna með erfiðum leik gegn þeim í fyrsta leik. Þú verður að bera virðngu fyrir öllum liðum í dag. Síðustu 5-10 árin hafa öll lið orðið betur skipulögð og betri í að verjast. Portúgal vann EM en var samt í basli gegn Andorra. Við vitum gæðin gegn Sviss og þeir voru í vandræðum. Ef við viljum ná markmiði okkar þá þurfum við að vinna þarna.

Leikjaplan Íslands
Föstudagur 22. mars Andorra - Ísland (19:45)
Mánudagur 25. mars Frakkland - Ísland (19:45)
Laugardagur 8. júní Ísland - Albanía (13:00)
Þriðjudagur 11. júní Ísland - Tyrkland (18:45)
Laugardagur 7. september Ísland - Moldavía (16:00)
Þriðjudagur 10. september Albanía - Ísland (18:45)
Föstudagur 11. október Ísland - Frakkland (18:45)
Mánudagur 14. október Ísland - Andorra (18:45)
Fimmtudagur 14. nóvember Tyrkland - Ísland (17:00)
Sunnudagur 17. nóvember Moldavía - Ísland (19:45)

Íslenska liðið byrjar á tveimur útileikjum í mars og endar á tveimur útileikjum í nóvember þar sem ekki er hægt að spila á Laugardalsvelli yfir vetrarmánuðina.

„Ég vil ekki segja að þetta sé slæm staða en það er áskorun fólgin í því að við getum hvorki byrjað né endað riðilinn heima. Þú vilt spila einn leik heima og þann næsta úti. Ef síðustu tveir leikirnir skera úr um það hvort við förum á EM eða ekki þá eru þetta útileikir. Það væri betra ef við hefðum upphitaðan völl á Íslandi til að geta spilað í mars og nóvember," sagði Erik.
Athugasemdir
banner
banner
banner