fös 18. janúar 2019 09:42
Magnús Már Einarsson
Fellaini frá í nokkrar vikur - McTominay fer ekkert
Frá fram í febrúar.
Frá fram í febrúar.
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, verður frá keppni í 3-4 vikur eftir að hafa meiðst á æfingu í vikunni. Belginn hefur einungis spilað 31 mínútu í sex leikjum síðan Ole Gunnar Solskjær tók við Manchester United.

Meiðsli hans minnka líkurnar á að miðjumaðurinn Scott McTominay fá leyfi til að fara til skoska félagsins Celtic á láni.

„Hann (McTominay) er ungur strákur sem ég hef trú á. Við erum að vinna í samningi fyrir hann. Við erum með meiðsli og nú bætist Fellaini við svo ég er ekki viss um að við sjáum einhverjar hreyfingar," sagði Solskjær á fréttamannafundi í dag.

Marcos Rojo og Chris Smalling eru ennþá á meiðslalistanum en það styttist í endurkomu þeirra.

Solskjær staðfesti á fréttamannafundi í dag að Alexis Sanchez verði með gegn Brighton um helgina eftir að hafa misst af sigrinum á Tottenham um síðustu helgi vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner