Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. janúar 2019 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Martial að framlengja við Man Utd
Anthony Martial er að framlengja við rauðu djöflanna
Anthony Martial er að framlengja við rauðu djöflanna
Mynd: Getty Images
Franski kantmaðurinn Anthony Martial mun framlengja við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United á allra næstu dögum en það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld.

Martial er 23 ára gamall og kom til United frá Mónakó árið 2015 en hann var þá eitt mesta efni Evrópu.

Það hefur gengið á ýmsu á tíma hans hjá United en hann og Jose Mourinho náðu ekki vel saman og var útlit fyrir að hann myndi yfirgefa félagið.

Hann mætti seint í æfingaferð United og var portúgalski stjórinn ósáttur með framferði kappans. Hann náði hins vegar að vinna sig aftur í liðið og hófust samningaviðræður við hann en hafnaði samningstilboði í október.

Mourinho var látinn fara í lok desember eftir slakt gengi United og nú er Martial nálægt því að framlengja samning sinn til næstu fimm ára.

United náði að virkja klásúlu í samning hans fyrir skömmu en samningur hans var þá framlengdur um eitt ár eða til ársins 2020.

Það má búast við frekari fréttum á næstu dögum en þetta eru jákvæðar fréttir fyrir United. Martial er kominn með 9 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og hefur verið einn besti maður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner