Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 18. janúar 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Ég seldi ekki Salah
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah er einn af nokkrum leikmönnum sem yfirgáfu Chelsea snemma á ferlinum og eru í heimsklassa í dag.

Jose Mourinho hefur oft verið kennt um söluna á Salah en portúgalski stjórinn svaraði þeim sögusögnum fullum hálsi.

„Við skulum tala aðeins um Salah því margt sem hefur verið sagt er ekki satt," sagði Mourinho á BeIN Sports.

„Fólk lítur á mig sem þjálfarann sem seldi Salah en það gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Ég er þjálfarinn sem keypti Salah.

„Ég spilaði gegn Basel í Meistaradeildinni og tók eftir Salah. Ég heimtaði að félagið myndi kaupa strákinn en hann kom inn á tíma þar sem samkeppnin var hörð, enda voru Hazard og Willian í miklu stuði."


Salah var 22 ára þegar hann var keyptur til Chelsea og fékk aðeins að koma við sögu í nokkrum leikjum áður en hann var lánaður, fyrst til Fiorentina og síðar til Roma þar sem hann sló í gegn.

„Hann var bara týndur strákur í London, týndur strákur í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða eftir tækifæri, hann vildi spila strax. Þess vegna lánuðum við hann í ítalska boltann.

„Okkur barst svo tilboð í hann og tók félagið ákvörðun um að selja hann, ekki ég. Ég keypti hann, ég seldi hann ekki."

Athugasemdir
banner