fös 18. janúar 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers orðaður við Leicester: Spái ekki í sögusögnum
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, gefur lítið fyrir orðróm sem segir hann vera efstan á blaði sem arftaka Claude Puel hjá Leicester City.

Puel hefur legið undir mikilli gagnrýni og eru stuðningsmenn Leicester að snúast gegn honum eftir furðuleg úrslit síðustu vikur, þar sem liðið er búið að tapa óvænt fyrir Newport, Cardiff og Southampton en leggja Chelsea, Man City og Everton að velli.

„Leicester er stórkostlegt félag en öll mín einbeiting fer í starf mitt hjá Celtic. Ég spái ekki í svona sögusögnum, þetta er sá tími ársins," sagði Rodgers þegar hann var spurður út í orðróminn.

Celtic er jafnt Rangers á toppi skosku úrvalsdeildarinnar en á leik til góða þegar tólf umferðir eru eftir af tímabilinu. Leicester er um miðja deild í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner