Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. janúar 2019 09:25
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Mourinho á ekki erfitt með að fá vinnu
Vill starfa áfram í fremstu röð.
Vill starfa áfram í fremstu röð.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, telur að Jose Mourinho eigi ekki eftir að eiga í erfiðleikum með að finna sér nýtt starf.

Solskjær tók við Manchester United í síðasta mánuði þegar Mourinho var rekinn.

„Ég verð 56 ára eftir nokkrar vikur og er enn of ungur. Ég á heima í fremstu röð í fótboltanum. Ég á heima þar sem besti fótboltinn er spilaður og þar mun ég vera," sagði Mourinho sjálfur í viðtali við beIN Sport í gær.

Solskjær var spurður út í þessi ummæli Mourinho í dag og svaraði: „Af hverju ætti hann ekki að fá vinnu?"

„Hann er stórkostlegur stjóri og miðað við úrslitin sem hann hefur náð þá held ég að hann eigi ekki í vandræðum með að finna vinnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner