Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 18. janúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær reiknar ekki með að kaupa í janúar
Rólegur á markaðinum.
Rólegur á markaðinum.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, reiknar ekki með að styrkja leikmannahópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir tæpar tvær vikur.

Þegar Solskjær tók við í síðasta mánuði var orðrómur um að hann myndi fá fé til leikmannakaupa í þessum mánuði.

Eftir sex sigra í jafnmörgum leikjum reiknar Norðmaðurinn hins vegar ekki við að bæta við hópinn.

„Nei, í rauninni ekki," sagði Solskjær á fréttamannafundi í dag aðspurður hvort að hann búist við að styrkja hópinn fyrir gluggalok.

Miðjumaðurinn ungi Scott McTominay hefur verið orðaður við Celtic á láni en Solskjær sagði í morgun að ólíklegt sé að hann fari, sérstaklega eftir að Marouane Fellaini meiddist á æfingu í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner