Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. janúar 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Verður Solskjær ráðinn til frambúðar?
Fær hann starfið til frambúðar?
Fær hann starfið til frambúðar?
Mynd: Getty Images
The Sun segir að stjórn Manchester United ætli að funda með Ole Gunnar Solskjær og að möguleiki sé á að hann verði ráðinn stjóri liðsins til frambúðar.

Solskjær hefur náð að blása óveðursskýjunum í burtu frá Old Trafford og unnið alla sex leikina síðan Jose Mourinho var rekinn. Norðmaðurinn var ráðinn út tímabilið.

Blaðið segir að Solskjær hafi heillað stjórnarmenn sem hafi ekki trú á því að möguleiki sé að fá Mauricio Pochettino frá Tottenham næsta sumar.

Eftir að Solskjær stýrði United til sigurs gegn Tottenham er sagt að Solskjær fái tækifæri til að útskýra sínar framtíðarhugmyndir og sannfæra æðstu menn innan United um að hann eigi að halda áfram við stjórnvölinn.

Solskjær hefur talað reglulega við Sir Alex Ferguson síðan hann tók við og mun betri taktur hefur verið á liðinu. Paul Pogba hefur til að mynda blómstrað.

Eni Aluko, fyrrum leikmaður enska kvennalandsliðsins, er pistlahöfundur hjá Guardian og í nýjasta pistli sínum segir hún að United ætti að nota höfuðið en ekki hjartað þegar framtíðarstjóri verður ráðinn.

„Stjórn United ætti að spyrja sig hvort Solskjær geti leitt liðið til sigurs í Meistaradeildinni í framtíðinni? Ef margir stuðningsmenn myndu fá þessa spurningu í dag væru þeir ekki vissir. Ef stjóri eins og Zinedine Zidane, sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð sem stjóri Real Madrid, yrði ráðinn yrði meiri fullvissa meðal stuðningsmanna," segir Aluko.

United mætir Brighton á Old Trafford á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner