þri 18. janúar 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Dómi frestað yfir Giggs þar til í ágúst
Ryan Giggs mætir í dómshúsið.
Ryan Giggs mætir í dómshúsið.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United og landsliðsþjálfari Wales, mun fara fyrir framan rétt í ágúst en hann er sakaður um að hafa þvingað fyrrum kærustu sína og beitt hana ofbeldi.

Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í yfirstandandi viku en þeim var frestað vegna skorts á réttarplássi. Vegna heimsfaraldursins hefur komið aukið álag á dómsmál. Lögmaður Giggs segir að þetta séu mikil vonbrigði fyrir skjólstæðing sinn.

Giggs, sem er 47 ára, er sakaður um að hafa ráðist á Kate Greville, 36 ára, og beitt hana líkamlegu ofbeldi á heimili sínu í Manchester þann 1. nóvember 2020.

Þá er hann sakaður um þvingandi hegðun frá desember 2017 til nóvember 2020.

Giggs heldur fram sakleysi sínu og hefur sagst ekki geta beðið eftir að hreinsa nafn sitt.

Giggs er í leyfi frá störfum sem landsliðsþjálfari Wales en hann er einn sigursælasti leikmaður breskrar fótboltasögu eftir 24 ár á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner